„Það var vendipunktur í leiknum þegar Sonný varði vítið. Það var óöryggi í liðunum fram að því og ef þær hefðu jafnað hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Jóna Kristín Hauksdóttir, sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í 6:0-sigrinum á Val í Pepsideildinni í kvöld.
Breiðablik skoraði þrjú marka sinna eftir hornspyrnur, þar á meðal fyrstu tvö mörkin:
„Við erum nokkrar stórar og sterkar þarna,“ sagði Jóna létt. „Við viljum fá boltann beint inn í markteig þar sem við gerum árás,“ bætti hún við. Rætt er við Jónu í meðfylgjandi myndskeiði.