Ásgeir nýtir frjálsræðið til hins ýtrasta

Ásgeir Marteinsson fær faðmlag frá Ármanni Smára Björnssyni í leiknum …
Ásgeir Marteinsson fær faðmlag frá Ármanni Smára Björnssyni í leiknum við Keflavík. Þeir skoruðu báðir í leiknum. mbl.is/Eva Björk

„Það er virki­lega gott og já­kvætt að við skul­um vera byrjaðir að skora. Ég vissi að við hefðum það al­veg í okk­ur að sækja og skora, enda gerðum við mikið af því í vet­ur, þannig að við þurft­um bara að kom­ast í gang,“ sagði Ásgeir Marteins­son, leikmaður 9. um­ferðar í Pepsi­deild karla í knatt­spyrnu að mati Morg­un­blaðsins. Ásgeir átti frá­bær­an leik og skoraði eitt marka ÍA þegar liðið vann 4:2-sig­ur á Kefla­vík og kom sér fimm stig­um frá fallsvæðinu.

„Við lögðum gríðarlega mikið upp úr sigri því þetta var ein­fald­lega sex stiga leik­ur,“ sagði Ásgeir. Hann kom inn í fremstu víg­línu Skaga­manna fyr­ir leik­inn gegn KR í 8. um­ferð, og skoraði mark ÍA í 1:1-jafn­tefli. Það mark var ansi langþráð því ÍA hafði leikið fjóra leiki, í deild og bik­ar, í röð án þess að skora mark.

„Gulli [Gunn­lag­ur Jóns­son þjálf­ari] talaði við mig fyr­ir KR-leik­inn og sagði mér að þegar ég væri kom­inn á fremsta vall­arþriðjung­inn mætti ég gera það sem ég kann best. Þar hefði ég frjáls­ræði og mætti bara spila minn leik,“ sagði Ásgeir, og þau skila­boð virðast hafa skilað ár­angri. Þeir Ásgeir og Arsenij Bu­inickij voru svo aft­ur fremst­ir gegn Kefla­vík í fyrra­kvöld, en ÍA hef­ur verið án Garðars Gunn­laugs­son­ar síðustu vik­ur vegna meiðsla:

»Við höf­um verið að spila með tvo fram­herja og ég hef verið ann­ar þeirra í síðustu tveim­ur leikj­um. Það hef­ur gengið mjög vel. Áður var ég mikið í því að koma inn á og spilaði þá á kant­in­um. Það gekk svona mis­jafn­lega,“ sagði Ásgeir, sem var því bú­inn að fylgj­ast með því af hliðarlín­unni hve illa liðinu gekk að skora.

Viðtalið við Ásgeir má sjá í heild í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag. Þar má einnig finna úr­valslið 9. um­ferðar og fróðleik tengd­an um­ferðinni.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert