Breiðablik mætir ÍBV í tíundu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli klukkan 17.00 í dag. Blikar eru á mikilli siglingu í deildinni og geta náð toppsæti deildarinnar með hagstæðum úrslitum í dag. Kristinn Jónsson bakvörður Blika er fullur tilhlökkunar fyrir leiknum á eftir.
Það er alltaf gaman að koma til Eyja að spila við ÍBV og leikurinn leggst alveg hrikalega vel í okkur. Það er spenningur í mannskapnum og einnig bestu stuðningsmönunum landsins í dag Kopacapana sem ætla að fjölmenna á leikinn.
Blikar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar á meðan Eyjamenn standa í harðri fallbaráttu. Kristinn telur þó að Blikar muni ekki vanmeta verðugan andstæðing sinn í leiknum á eftir.
„Nei ég er ekki hræddur um að við vanmetum ÍBV enda ÍBV með fínan hóp og þeir hafa verið að bæta sig mikið í undanförnum leikjum og við eigum von á þeim dýrvitlausum í þessum leik. Við þurfum að mæta þeim í þeirri baráttunni til þess að vel fari á eftir.“
„Allur undirbúningur fyrir leikinn hefur verið eins góður og hægt er og komum við til Eyja í gær sem sýnir hversu mikið menn eru fókuseraðir og einbeittir að fara héðan með þrjú stig. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og halda háu tempói í leiknum og mæta þeim í þeirri baráttu sem þeir koma til með að sýna.
Kristinn Jónsson hefur að mati sparkspekinga þótt spila afar vel fyrir Blika í sumar, en Kristni sjálfum finnst vera rúm til þess að bæta frammistöðu sína.
„Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu undanfarið, en ég veit þó sjálfur að ég get gert betur og vonandi næ ég að sýna það í komandi leikjum.“