Áfram heldur sigurganga Blika

Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín skoruðu mörk Breðabliks og fagna …
Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín skoruðu mörk Breðabliks og fagna hér fyrra markinu. mbl.is/Golli

Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld með öruggum sigri á Þór/KA í Kópavogi, 2:0.

Liðið hefur nú 22 stig í toppsæti deildarinnar, sjö meira en Selfoss sem spilar í kvöld og Stjarnan sem spilar á morgun.

Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum á bragðið úr vítaspyrnu á 20. mínútu eftir að brotið hafði verið á fyrirliða Breiðabliks, Rakel Hönnudóttur, 1:0.

Fyrir markið hafði Þór/KA spilað vel en mörk breyta leikjum og slíkt var tilfellið í kvöld.

Skömmu síðar braut Sarah M. Miller nokkuð harkalega á Telmu Hjaltalín Þrastardóttur innan teigs en ekkert var dæmt og Þór/KA-liðið stálheppið!

Blikar héldu hins vegar bara áfram og á 40. mínútu tók Fanndís Friðriksdóttir á móti langri sendingu á upp við endalínuna, náði góðum bolta fyrir markið á Telmu sem skallaði boltann í netið, 2:0.

Undir lok hálfleiksins náði Karen Nóadóttir skoti eftir hornspyrnu og boltinn virtist klárlega fara í hönd varnarmanna Blika sem sluppu með skrekkinn, 2:0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn fór afar rólega af stað þar sem barátta einkenndi bæði lið sem náði litlu spili.

Svo voru það Blikar sem tóku aftur yfirhöndina og það var fátt í spilunum um það að Þór/KA væri að fara að minnka muninn. Blikarnir sigldu að lokum öruggum sigri í hús.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Breiðablik 2:0 Þór/KA opna loka
90. mín. Þór/KA fær séns, aukaspyrna og allir inn í boxið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka