Gunnar dæmir í Ungverjalandi

Gunnar Jarl Jónsson dómari
Gunnar Jarl Jónsson dómari mbl.is/Ómar

Gunnar Jarl  Jónsson dæmir á fimmtudaginn sinn annan leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu á þessu tímabili þegar hann verður við störf í Ungverjalandi.

Gunnar dæmir þar leik heimamanna í Ferencvárosi gegn Zeljeznicar frá Bosníu en þetta er fyrri viðureign liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar. Birkir Sigurðarson og Gunnar Sverrir Gunnarsson verða aðstoðardómarar og Þóroddur Hjaltalín fjórði dómari.

Gunnar dæmdi líka í 1. umferðinni en það var seinni leikur AIK gegn VPS Oulu frá Finnlandi sem fram fór í Stokkhólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert