Farid Zato, landsliðsmaður Tógó í knattspyrnu sem lék með KR á síðasta tímabili, er genginn í raðir Keflavíkur samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is.
Samningur Zato við Keflvíkinga gildir út tímabilið en hann lék nokkra leiki með Kára í 3.deildinni í sumar. Farid, sem lék áður með Víkingi í Ólafsvík og HK og með 2. flokki FH, var frá vegna meiðsla í nokkra mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir á landsliðsæfingu í Tógó í vetur og á dögunum og í byrjun maí var hann leystur undan samningi hjá KR. Hann kom við sögu í 16 leikjum KR í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.
Farid, sem er 23 ára gamall, er annar leikmaðurinn sem Keflvíkingar fá til liðs við á skömmum tíma en bandaríski framherjinn Chukwudi Chijindu er genginn í raðir félagsins og fékk leikheimild með liðinu í dag. Þessir tveir sterku leikmenn ættu að geta styrkt Keflavíkur-liðið og ekki veitir af því það vermir botnsætið í Pepsi-deildinni.