Sætur sigur Fylkis í Kópavoginum

Guðjón Pétur Lýðsson og Jóhannes Karl Guðjónsson í leik Breiðablks …
Guðjón Pétur Lýðsson og Jóhannes Karl Guðjónsson í leik Breiðablks og Fylkis í kvöld. mbl.is/Golli

Fylkismenn komu, sáu og sigruðu þegar þeir mættu Breiðabliki á Kópavogsvellinum í Pepsi-deildinni í kvöld. Baráttuglaðir Fylkismenn fögnuðu 1:0 sigri og skoraði Albert Brynjar Ingason sigurmarkið á 70. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti yfir Gunnleif Gunnleifsson eftir skyndisókn.

Með sigrinum komst Fylkir upp fyrir Fjölni í 5. sæti deildarinnar en Blikunum mistókst að komast upp fyrir FH í annað sætið.

Blikarnir voru miklu meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi gegn vel skipulögðu liði Árbæinga sem varðist vel og beittu skyndisóknum en upp úr einni slíkri skoraði Albert Brynjar sitt fimma mark í deildinni á tímabilinu.

Hermann Hreiðarsson byrjar því ansi vel í þjálfarastarfinu hjá Fylki en í síðustu viku náðu hans menn 2:2 jafnefli gegn FH í Krikanum.

Breiðablik 0:1 Fylkir opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er 4 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka