KR úr leik eftir martraðarbyrjun

Hólmar Örn Eyjólfsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru í eldlínunni …
Hólmar Örn Eyjólfsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru í eldlínunni í Þrándheimi. Styrmir Kári

KR er úr leik í 2. um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar UEFA eft­ir 3:0 tap fyr­ir Rosen­borg frá Nor­egi þegar liðin mætt­ust í síðari leik ein­víg­is­ins í Þránd­heimi í kvöld. Rosen­borg kemst áfram í þriðju um­ferð sam­an­lagt 4:0.

KR-ing­ar gerðu sér von­ir um að stríða þeim norsku eft­ir góða frammistöðu í fyrri leikn­um, en sú von var fljót að hverfa. Rosen­borg komst yfir strax á fjórðu mín­útu og voru komn­ir í 2:0 eft­ir sjö mín­útna leik. Mörk­in skoruðu Fredrik Midtsjö og Pål Andre Hel­l­and með skoti utan teigs. Sann­kölluð mar­tröð fyr­ir KR og ein­vígið búið.

Ekki batnaði ástandið á 18. mín­útu þegar Al­ex­and­er Söder­lund, fram­herj­inn sem spilaði með FH fyr­ir nokkr­um árum, skoraði þriðja markið úr teign­um. Á þess­um tíma­punkti þurfti KR því að skora fjög­ur mörk til þess að kom­ast áfram, og ljóst að þeir þyrftu að reyna að halda haus það sem eft­ir lifði leiks. Staðan 3:0 í hálfleik.

KR gerði tvö­falda skipt­ingu í hálfleik í von um að hrista upp í hlut­un­um en þeim gekk ekk­ert bet­ur að skapa sér færi. Rosen­borg hafði mikla yf­ir­burði eins og í fyrri hálfleik og Stefán Logi Magnús­son þurfti að vera vel vak­andi í marki KR-inga.

Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son var að vanda í vörn­inni hjá Rosen­borg og hann gerði sig lík­leg­an í tvígang eft­ir horn­spyrn­ur und­ir lok leiks­ins, en Stefán Logi sá við hon­um í bæði skipt­in. Leik­ur­inn fjaraði að lok­um út, loka­töl­ur 3:0 og Rosen­borg fer áfram sam­an­lagt 4:0. Hólm­ar og fé­lag­ar mæta Debr­eceni frá Ung­verjalandi í 3. um­ferð.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is, en nán­ar verður fjallað um leik­inn í Morg­un­blaðinu á morg­un.

Rosen­borg 3:0 KR opna loka
skorar Fredrik Midtsjö (4. mín.)
skorar Pål Andre Helland (7. mín.)
skorar Alexander Söderlund (18. mín.)
Mörk
fær gult spjald Jonas Svensson (64. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Gunnar Þór Gunnarsson (16. mín.)
fær gult spjald Pálmi Rafn Pálmason (60. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Einvíginu var lokið eftir sjö mínútna leik. Hólmar og félagar fara áfram, samanlagt 4:0.
90 Aron Bjarki Jósepsson (KR) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna.
90 KR fær hornspyrnu
85 Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg) á skalla sem er varinn
Aftur er Hólmar líklegur en Stefán Logi sér við honum á ný.
84 Rosenborg fær hornspyrnu
84 Riku Riski (Rosenborg) á skot sem er varið
Stefán Logi bjargar í horn.
83 Kristinn J. Magnússon (KR) á skot framhjá
Eftir hraða sókn í kjölfar hornspyrnunnar.
81 Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg) á skalla sem er varinn
Hólmar nær hörkuskalla sem Stefán Logi ver.
81 Rosenborg fær hornspyrnu
80 Andreas Helmersen (Rosenborg) á skalla sem fer framhjá
Nýkominn inná skallar framhjá eftir hornspyrnuna.
79 Rosenborg fær hornspyrnu
79 Andreas Helmersen (Rosenborg) kemur inn á
79 Alexander Söderlund (Rosenborg) fer af velli
78 Rosenborg fær hornspyrnu
75
KR-ingar hreinsa frá eftir hornið.
74 Rosenborg fær hornspyrnu
74 Alexander Söderlund (Rosenborg) á skot sem er varið
Söderlund í góðu færi en Stefán Logi, sem virtist í engu jafnvægi, nær að verja.
72 Emil Nielsen (Rosenborg) kemur inn á
72 Pål Andre Helland (Rosenborg) fer af velli
72
Mikkelsen í dauðafæri, en flaggaður rangstæður. Stefán Logi varði engu að síður.
67 Alexander Söderlund (Rosenborg) á skalla sem fer framhjá
Hættulítill skalli úr teignum, en gott uppspil hjá Rosenborg. Söderlund kastaði sér fram í teignum en framhjá.
66 Rosenborg fær hornspyrnu
65 KR fær hornspyrnu
65 Morten Beck Andersen (KR) á skot sem er varið
Snöggt skot og óvænt sem Hansen slær afturfyrir.
64 Alexander Söderlund (Rosenborg) á skot sem er varið
Söderlund í góðu færi!
64 Jonas Svensson (Rosenborg) fær gult spjald
62
Einhver ruglingur í gangi, það var Pálmi Rafn sem fékk gult spjald áðan en ekki Gunnar Þór svo KR er enn með fullskipað lið.
61 Den­is Fazlagic (KR) kemur inn á
61 Óskar Örn Hauksson (KR) fer af velli
60 Pálmi Rafn Pálmason (KR) fær gult spjald
Fyrir brot.
53
KR hreinsar frá í bili, en þeir norsku vinna boltann strax aftur og spila honum rólega á milli sín.
53 Rosenborg fær hornspyrnu
51 Rosenborg fær hornspyrnu
48 Morten Beck Andersen (KR) á skalla sem fer framhjá
Dauðafæri! Gunnar Már kemst upp að endamörkum og sendir fyrir markið, Gary Martin hendir sér fram en skallar boltann í jörðina og yfir markið úr dauðafæri!
46 Seinni hálfleikur hafinn
KR byrjar með boltann í síðari hálfleik.
46 Kristinn J. Magnússon (KR) kemur inn á
46 Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) fer af velli
46 Michael Præst Möller (KR) kemur inn á
46 Jónas Guðni Sævarsson (KR) fer af velli
45
KR-ingar eru löngu mættir út á völl en enn er bið eftir Rosenborgar-mönnum.
45 Hálfleikur
Skelfileg byrjun hjá KR í þessum leik. Þeir þurfa að skora fjögur mörk til þess að eiga einhvern möguleika.
45 Riku Riski (Rosenborg) á skot framhjá
+1. Fékk boltann óvænt í fínu færi en hitti ekki á markið.
45
Það er að minnsta kosti ein mínúta í uppbótartíma.
42
Tvær skyndisóknir hjá KR fara forgörðum, þeir ná ekki að þræða sig í gegnum Hólmar og félaga í vörn Rosenborgar.
38 Morten Beck Andersen (KR) á skot sem er varið
Fékk boltann vinstra megin í teignum en færið er þröngt og auðvelt fyrir Hansen í markinu.
37 Riku Riski (Rosenborg) kemur inn á
37 Ole Selnæs (Rosenborg) fer af velli
31 Mikael Dorsin (Rosenborg) á skot framhjá
Stórhætta við mark KR-inga! Dorsin er með boltann vinstra megin í teignum og er kominn upp að endamörkum en skot hans, sem átti eflaust að vera sending, fer naumlega framhjá stönginni.
30 Gunnar Þór Gunnarsson (KR) á skot sem er varið
Hröð sókn hjá KR, en tilraun bakvarðarins skapar litla hættu.
27
KR-ingar hreinsa frá í bili.
27 Rosenborg fær hornspyrnu
26
Söderlund eins og gammur á teignum í baráttu við Stefán Loga, sem handsamar knöttinn á síðustu stundu.
25 Óliver Dagur Thorlacius (KR) á skot sem er varið
André Hansen átti ekki í vandræðum í markinu.
22 Óskar Örn Hauksson (KR) á skot framhjá
Hættulaust hjá Óskari.
21 Rosenborg fær hornspyrnu
18 MARK! Alexander Söderlund (Rosenborg) skorar
3:0 - Ekki batnar það fyrir KR. Eftir sprett upp hægri vænginn berst boltinn inn á teig á fyrrum FH-inginn Söderlund sem skilar boltanum yfir línuna.
16 Gunnar Þór Gunnarsson (KR) fær gult spjald
Fyrir brot.
12
Einvígið er svo gott sem búið. KR þarf þrjú mörk á þessum erfiða útivelli og treysta á að fá ekki fleiri á sig. Hreinasta martröð fyrir Vesturbæinga.
9 KR fær hornspyrnu
En ekkert kemur út úr því.
7 MARK! Pål Andre Helland (Rosenborg) skorar
2:0 - Það er allt að fara í vaskinn hjá KR. Eftir hornspyrnuna barst boltinn út á Helland sem lét vaða og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hægra hornið.
7 Rosenborg fær hornspyrnu
6 Rosenborg fær hornspyrnu
5 Mike Jensen (Rosenborg) á skot sem er varið
Stefán Logi ver vel.
4 MARK! Fredrik Midtsjö (Rosenborg) skorar
1:0 - Skelfileg byrjun fyrir KR! Söderlund kom boltanum á Midtsjö sem skoraði og staðan er vænleg fyrir þá norsku núna.
2 Rosenborg fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Leikurinn er kominn í gang í Þrándheimi.
0
Fjórar breytingar eru á liði KR frá fyrri leiknum heima. Gary Martin kemur inn í stað Þorsteins Más Ragnarssonar og þá kemur Skúli Jón Friðgeirsson í vörnina í stað Grétars Sigurfinns Sigurðarsonar, en Skúli var í banni í fyrri leiknum. Almarr Ormarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma einnig inn fyrir þá Sören Frederiksen og Jacob Schoop.
0
Rosenborg hafði betur í fyrri rimmu liðanna í Frostaskjólinu fyrir viku síðan, 1:0.
0
Velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá viðureign Rosenborg og KR í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Lerkendal vellinum í Þrándheimi.
Sjá meira
Sjá allt

Rosenborg: (4-3-3) Mark: André Hansen. Vörn: Jonas Svensson, Jörgen Skjelvik, Hólmar Örn Eyjólfsson, Mikael Dorsin. Miðja: Fredrik Midtsjö, Ole Selnæs (Riku Riski 37), Mike Jensen. Sókn: Tobias Mikkelsen, Alexander Söderlund (Andreas Helmersen 79), Pål Andre Helland (Emil Nielsen 72).
Varamenn: Alexander Hansen (M), Riku Riski, Tomás Malec, Emil Nielsen, John Hou Saeter, Andreas Helmersen.

KR: (4-3-3) Mark: Stefán Logi Magnússon. Vörn: Aron Bjarki Jósepsson, Morten Beck, Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnar Þór Gunnarsson. Miðja: Óliver Dagur Thorlacius, Jónas Guðni Sævarsson (Michael Præst Möller 46), Pálmi Rafn Pálmason. Sókn: Morten Beck Andersen, Hólmbert Aron Friðjónsson (Kristinn J. Magnússon 46), Óskar Örn Hauksson (Den­is Fazlagic 61).
Varamenn: Sindri Snær Jensson (M), Michael Præst Möller, Den­is Fazlagic, Indriði Sigurðsson, Kristinn J. Magnússon, Mikael Harðarsson , Jacob Schoop.

Skot: KR 8 (4) - Rosenborg 13 (9)
Horn: KR 3 - Rosenborg 13.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Lerkendal, Þrándheimi

Leikur hefst
23. júlí 2015 17:00

Aðstæður:
Fjórtán stiga hiti og völlurinn blautur.

Dómari: Athenasios Giachos, Grikklandi
Aðstoðardómarar: Chasan Koula og Gagas Dimitrios, Grikklandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert