KR og Breiðablik skildu jöfn í í toppslag í 13. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar fengu betri færi og voru nær sigri þó leikurinn hafi verið jafn.
Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, var maður leiksins og varði nokkrum sinnum vel til að halda sínum mönnum inni í leiknum.
Þess fyrir utan var fátt um fína drætti í leiknum og KR-ingar fengu eitt alvöru færi þegar Gary Martin skaut beint á Gunnleif úr miðjum teignum um miðja síðari hálfleik.
Með stiginu halda KR-ingar toppsætinu en FH-ingar geta jafnað þá að stigum með sigri á morgun. Blikar eru áfram í fjórða sæti, stigi á eftir Val.