„Stefnum á að verða Íslandsmeistarar“

„Við vitum alveg sjálfir, leikmennirnir, hvar við viljum vera í lok móts. Það er engin spurning um að við stefnum á að verða Íslandsmeistarar. Það er ekki flóknara en það,“ sagði bakvörðurinn snjalli, Kristinn Jónsson, meðal annars við fjölmiðlamenn í Kópavoginum í kvöld þar sem Breiðablik vann Keflavík 4:0. 

Kristinn var geysilega drjúgur í sókninni hjá Breiðabliki í kvöld eins og oft áður og skilaði fjölmörgum hættulegum fyrirgjöfum fyrir mark Keflavíkur. Upp úr tveimur slíkum skoruðu Blikar og í fyrra tilfellinu skoraði Jonathan Glenn fyrsta mark sitt fyrir félagið. 

„Hann vinnur mikið af skallaboltum sem við höfum gert minna af og heldur boltanum gríðarlega vel sem er þægilegt þegar við komum framar á völlinn og ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila meira með honum í sumar,“ sagði Kristinn einnig en viðtalið við hann má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. 

Kristinn Jónsson
Kristinn Jónsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka