Sigurtilfinningin var aðeins farin að ryðga

Halldór Kristinn Halldórsson er uppalinn Leiknismaður, sneri aftur heim í …
Halldór Kristinn Halldórsson er uppalinn Leiknismaður, sneri aftur heim í Breiðholtið í vetur og skrifar söguna með uppeldisfélaginu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu. Við náðum allir að spila góðan leik, sem skilaði sér loksins í þremur stigum,“ sagði Leiknismaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson, sem er leikmaður fjórtándu umferðar að mati Morgunblaðsins.

Halldór átti skínandi leik í vörn Leiknis og skoraði sigurmark liðsins í 1:0-sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar, en þetta var fyrsti sigur nýliðanna síðan í fimmtu umferðinni þann 26. maí. Voru Leiknismenn búnir að gleyma sigurtilfinningunni?

„Við vorum smá ryðgaðir en það var rosalega gaman í klefanum eftir leik. Leikurinn sjálfur var skemmtilegur, bæði að spila og að horfa á held ég líka, og það eflir okkur bara að finna þessa tilfinningu aftur. Þetta var mjög kærkomið og ég vona bara að við komumst á smá skrið núna og náum fleiri sigrum, við þurfum á því að halda,“ segir Halldór Kristinn í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Halldór Kristinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, en þar er lið 14. umferðar einnig birt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka