Klara fyrst kvenna framkvæmdastjóri KSÍ

Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz. mbl.is/Golli

Á fundi stjórnar KSÍ fimmtudaginn 13. ágúst var samþykkt að ráða Klöru Bjartmarz í starf framkvæmdastjóra KSÍ, en hún hafði áður verið ráðin tímabundið í mars á þessu ári. 

Klara hefur starfað fyrir KSÍ síðan í janúar 1994, lengst af við mótamál og landslið kvenna.  Þá gegndi hún jafnframt starfi skrifstofustjóra KSÍ um árabil.  Að auki hefur Klara starfað fyrir UEFA sem eftirlitsmaður á alþjóðlegum leikjum.

Klara er fyrsta konan sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra KSÍ frá því að fyrsti launaði framkvæmdastjórinn var ráðinn árið 1967. Sjá lista yfir fyrri framkvæmdastjóra HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert