Aron varð að hætta við

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gat ekki leikið með liði sínu Cardiff í gærkvöld vegna meiðsla, nú þegar rétt rúm vika er þar til Ísland mætir Hollandi í Amsterdam í undankeppni Evrópumótsins.

Aroni var stillt upp í byrjunarliði gegn MK Dons í enska deildabikarnum en varð að draga sig úr liðinu eftir upphitun vegna meiðsla. Ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru.

Eini leikur Arons í byrjunarliði Cardiff á leiktíðinni var í sigri á Wimbledon í deildabikarnum. Hann hefur komið inn á sem varamaður í einum af fjórum leikjum í ensku 1. deildinni það sem af er tímabili og lék þá í korter. Cardiff tapaði leiknum í gærkvöld og er úr leik í deildabikarnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert