Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands sem mætir Hollandi í sjöundu umferð A riðils í undankeppni fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Vitað var að gera þurfti eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætti Tékklandi í síðustu umferð vegna meiðsla Emils Hallfreðssonar.
Það er Jón Daði Böðvarsson sem tekur sæti Emils í byrjunarliðinu. Jóhann Berg Guðmundsson færir sig að öllum líkindum á hægri vænginn og Jón Daði mun spila rétt fyrir aftan Kolbein Sigþórsson sem spilar sem fremsti maður.
Að öðru leyti er byrjunarlið Íslands skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Tékkum á Laugardalsvellinum.
Annars er byrjunarlið Íslands þannig skipað:
Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson (F) Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.