Ísland og Frakkland eigast við í undankeppni Evrópumóts U21-landsliða í knattspyrnu á Kópavogsvelli kl. 14. Byrjunarlið Íslands er klár og það má sjá hér að neðan.
Tvær breytingar eru á íslenska liðinu frá fyrsta leiknum í riðlinum gegn Makedóníu í júní. Frederik Schram stendur í markinu í stað Rúnar Alex Rúnarssonar sem er meiddur. Þá sest Daníel Leó Grétarsson á bekkinn en inn kemur Hjörtur Hermannsson.
Leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is sem opna má HÉR.
Ísland U21: Frederik Schram (M), Hjörtur Hermannsson, Adam Örn Arnarson, Ævar Ingi Jóhannesson , Orri Sigurður Ómarsson, Aron Elís Þrándarson, Oliver Sigurjónsson , Elías Már Ómarsson, Böðvar Böðvarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Sindri Björnsson.
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Árni Vilhjálmsson, Viktor Jónsson , Þorri Geir Rúnarsson, Daníel Leó Grétarsson, Heiðar Ægisson, Kristján Flóki Finnbogason.