Leyfið veitt fyrir Íslandsleikinn

Alexander Merkel.
Alexander Merkel.

Yuri Krasnozhan, landsliðsþjálfari Kasakstan í knattspyrnu, staðfesti á blaðamannafundi í dag að miðjumaðurinn Alexander Merkel, leikmaður Udinese á Ítalíu, væri löglegur að spila með liðinu gegn Íslandi á morgun.

Sjá: Vonast eftir leyfi fyrir Íslandsleikinn

Merkel lék fyr­ir yngri landslið Þýska­lands en hann er fædd­ur í Kasakst­an og flutt­ist til Þýska­lands 6 ára gam­all. Hann lék korn­ung­ur með aðalliði AC Mil­an, eft­ir að hafa gengið til liðs við fé­lagið 16 ára gam­all, og á einnig að baki leiki með Genoa, Wat­ford í ensku B-deild­inni og hann var í láni hjá Grass­hop­p­ers í Sviss síðasta vet­ur.

Kasak­ar freistuðu þess að fá Merkel lög­leg­an fyr­ir fyrri leik­inn gegn Íslend­ing­um sem fram fór í Ast­ana í mars en það tókst ekki. Merkel var þá kom­inn til móts við hóp­inn en fékk ekki keppn­is­leyfið. Hann hefur verið á æfingum með liðinu án þess að mega spila, en landsliðsþjálfarinn staðfesti að allt væri nú klappað og klárt.

„Hann er í 24 manna hópnum sem kom til Íslands og allir pappírar eru tilbúnir. Hann er löglegur að spila leikinn,“ sagði Krasnozhan á blaðamannafundi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert