Stórkostlegt að vera Íslendingur í dag

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er alveg glæsilegt,“ sagði forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, þegar mbl.is greip hann tali í miðjum fagnaðarlátunum á Laugardalsvelli eftir að karlalandsliðið tryggði sér sæti á EM í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni.

Hann segir stund eins og þessa vera mikið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. „Þetta er árangur svo margs í gegnum árin og íþróttirnar hafa alltaf sameinað þjóðina,“ sagði Ólafur Ragnar, sem er stoltur af uppbyggingu íþróttalífsins hér heima.

„Á einum degi erum við að spila á Evrópumótinu í körfubolta með góðum árangri og eigum svo þessa glæsilegu stund hér. Þetta er árangur margra ára þjálfunar og samstöðu, bæði íþróttahreyfingarinnar og á meðal þjóðarinnar,“ sagði Ólafur Ragnar, og það stóð ekki á svari þegar blaðamaður spurði hann hvernig væri að vera Íslendingur í dag.

„Það er stórkostlegt!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert