Með grænt hjarta

Andrea Rán sigri hrósandi eftir sigurinn á Akureyri í dag.
Andrea Rán sigri hrósandi eftir sigurinn á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hin 19 ára gamla Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er einn fárra uppalinna Blika í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í knattspyrnu.

Hún er búin að spila virkilega vel í allt sumar og dró á eftir sér stóra tösku þegar hún var fengin í viðtal eftir að Breiðablik hafði unnið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í kvöld og tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í sextánda skipti.

Andrea Rán var níu ára þegar Blikar unnu titilinn síðast árið 2005. ,, Ég er búin að vera Bliki allt mitt líf og byrjaði að æfa þegar ég var fimm ára. Ég man ekkert eftir því þegar við unnum titilinn 2005. Það er allt jákvætt við að upplifa þetta, virkilega góð tilfinning. Hjartað í mér er grænt í gegn." 

Athygli vekur að enginn erlendur leikmaður er í meistaraliðinu og af þeim fjórtán leikmönnum sem komu við sögu í leiknum í gær voru aðeins þrír uppaldir í yngri flokkum Breiðabliks.

,,Það hefur tekið sinn tíma að byggja upp þetta lið og við höfum smám saman bætt við hópinn og styrkt liðið" sagði Andrea. Jú, við erum ekki margar úr Breiðabliki en Fanndís hefur náttúrulega fengið góða þjálfun eftir að hún kom úr Eyjum. Þá var hún bara þrælefnileg."

Andrea Rán stefnir hátt í boltanum. ,,Ég set stefnuna á A-landsliðið. Það þýðir ekkert annað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka