Fanndís fékk gullskóinn

Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. mbl.is

Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki fékk afhentan gullskó Adidas eftir leikinn gegn ÍBV í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

Fanndís Friðriksdóttir var markahæst með 19 mörk og fékk að launum gullskóinn. Silfurskórinn fór til Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni en hún skoraði 15 mörk eins og Klara Lindberg í Þór/KA sem fékk því brons skóinn en Harpa spilaði færri mínútur og það réði úrslitum að hún fékk silfurskóinn.

Þess má geta að þessi gullskór er sá sami og íþróttamenn um allan heim fá fyrir að vera markahæst í sínum deildum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka