Topplið Svíþjóðar með Höskuld í sigtinu

Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Norður-Írlandi með U21-landsliðinu.
Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Norður-Írlandi með U21-landsliðinu. mbl.is/Golli

„Ég hef bara heyrt að það sé verið að fylgj­ast með mér en þetta kem­ur allt í ljós eft­ir tíma­bilið. Það er bara gam­an að heyra af þess­um áhuga,“ sagði Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, leikmaður Breiðabliks, við mbl.is en IFK Gauta­borg, efsta lið sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu, hef­ur fylgst með kapp­an­um í sum­ar.

Aft­on­bla­det grein­ir frá áhuga Gauta­borg­ar Fé­lagið hef­ur fylgst með Hösk­uldi um nokk­urt skeið og meðal ann­ars séð hann spila með U21-landsliðinu, en Hösk­uld­ur skoraði tvö mörk gegn Makedón­íu í undan­keppni EM í júní. Mats Gren, íþrótta­stjóri Gauta­borg­ar, staðfesti við Aft­on­bla­det að út­send­ar­ar fé­lags­ins hefðu fylgst með Hösk­uldi, en benti jafn­framt á að það væri með fleiri leik­menn á lista hjá sér.

Hösk­uld­ur hef­ur átt afar gott sum­ar með Breiðabliki og skorað sex mörk í 17 leikj­um fyr­ir liðið sem er í 2. sæti Pepsi­deild­ar­inn­ar. Eins og fyrr seg­ir hef­ur hann stimplað sig vel inn í U21-landslið Íslands og stefn­an er skýr hvað fram­haldið varðar:

„Það hef­ur verið mark­miðið mitt að kom­ast út. Í sum­ar hef ég samt al­farið ein­beitt mér að Breiðabliki og Pepsi­deild­inni, verið með haus­inn í nú­inu, sem er alltaf lang­best. En lang­tíma­mark­miðið hef­ur verið að fara út og það væri ósk­andi að það tæk­ist eft­ir tíma­bilið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert