Leiðinlegt að þetta endi svona

Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson. mbl.is/Eva Björk

„Ég hafði mikla trú á að Fjöln­ir myndi taka stig af FH í dag, svo mér fannst þetta alls ekki vera búið. Þess vegna er þetta mjög svekkj­andi,“ sagði Atli Sig­ur­jóns­son, leikmaður Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is en hann skoraði sig­ur­mark Blika í 1:0-sigri á ÍBV í dag.

Blikar gerðu því sitt í bar­átt­unni um Íslands­meist­ara­titil­inn, en þurftu að treysta á hag­stæð úr­slit í leik FH og Fjöln­is. Þar fóru FH-ing­ar hins veg­ar með sig­ur af hólmi og tryggðu sér titil­inn.

„Það er leiðin­legt að þetta skyldi enda svona, maður varð spennt­ur að heyra þegar Fjöln­ir jafnaði í Krik­an­um en að sama skapi svekkj­andi þegar farið var að syngja: „Það er öll­um sama um titil­inn“ þegar heyrðist að FH var búið að skora,“ sagði Atli, en sagði það ekki hafa verið mis­tök að lesið væri upp í kall­kerf­inu hvernig staðan var í öðrum leikj­um.

Atli skoraði sig­ur­markið snemma í síðari hálfleik, en eft­ir það virt­ist all­ur vind­ur úr Blik­um. „Það virt­ist vera eitt­hvað stress. Við héld­um bolt­an­um illa og vor­um bara að bíða eft­ir klukk­unni eins og þetta væri al­gjör úr­slita­leik­ur, eins og hann kannski var. Það var skrítið að þurfa að treysta á önn­ur úr­slit. En við kláruðum okk­ar, það hefði verið mjög svekkj­andi að gera jafn­tefli hérna og FH líka og deild­in hefði klár­ast þannig,“ sagði Atli, sem sjálf­ur hef­ur komið sterk­ur inn í lið Blika síðustu vik­ur.

„Þetta er búið að vera fínt núna und­an­farið. Ég komst í al­menni­legt form þegar leið á sum­arið eft­ir erfitt und­ir­bún­ings­tíma­bil, svo þetta var erfitt í upp­hafi móts,“ sagði Atli, og seg­ir Blika bara mæta ákveðnari til leiks að ári og gera bet­ur en silfrið.

„Klár­lega. Við för­um að und­ir­búa næsta tíma­bil eft­ir leik­inn í næstu viku og ætl­um að koma til baka enn sterk­ari,“ sagði Atli Sig­ur­jóns­son í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert