Pétur hættir með Framara

Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur Pétursson verður ekki áfram þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu á næsta keppnistímabili en samningur hans rann út núna í haust, að tímabilinu loknu. Pétur staðfesti þetta við netmiðilinn 433.is í dag.

Pétur tók við liði Fram í maí, þegar tímabilið var nýbyrjað, en Kristinn Rúnar Jónsson dró sig þá í hlé vegna veikinda. Frömurum vegnaði ekki vel í 1. deildinni í sumar, eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni haustið 2014, og enduðu í 9. sæti, sem er lakasti árangur félagsins frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert