Glenn skoraði og fékk rautt spjald

Úr leik Fjölnis og Breiðabliks í dag.
Úr leik Fjölnis og Breiðabliks í dag. Árni Sæberg

Fjölnir tók á móti Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Fjölnisvellinum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 2:0 fyrir Blika og það var Jonatan Ricardo Glenn og Andri Rafn Yeoman skoruðu mörk Blika í leiknum. 

Glenn fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að slá til  Jonatan Neftalí á 72. mínútu leiksins. 

Andri Rafn gulltryggði svo sigur Blika með marki á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Kristni Jónssyni. 

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson sló í dag met með því að fá fæst mörk fengin á sig í 12 liða deild. Gunnleifur fékk á sig 13 mörk i deildinni í sumar. Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, var handhafi metsins með því að fá 17 mörk á sig í fyrra

Fjölnir 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Atli Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka