Skilaboð sem Alfreð Finnbogason sendi frá sér á Twitter-síðu sinni í dag virðast hafa farið illa í suma af stuðningsmönnum tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Tyrkneskir fjölmiðlar fjalla um skilaboðin og lýsa þeim sem sumir sem hneyksli.
Ísland og Tyrkland mætast á þriðjudagskvöld í lokaumferð undankeppni EM. Tyrkir eru í baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum, sem dugar til að komast í umspil. Eina von Hollendinga felst í því að Ísland vinni Tyrkland, og að Holland vinni Tékkland á sama tíma.
Alfreð birti í dag mynd á Twitter af bíl sem lagt hafði verið fyrir utan hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík, en á bílnum voru skilaboð þess efnis að hollenskir stuðningsmenn væru einnig stuðningsmenn Íslands. Alfreð skrifaði að þetta væri notalegt að sjá, og að hans hollensku vinir þyrftu engar áhyggjur að hafa. Alfreð lék með Heerenveen í Hollandi árin 2012-2014 og varð markakóngur Hollands seinna árið sitt.
Í misgáfulegum svörum sem Alfreð hefur fengið á Twitter má meðal annars sjá menn hóta honum blóðsúthellingum, birta ögrandi mynd af sér með hníf í hendi, og óska honum góðrar skemmtunar í „helvíti“.
Nice to see the Dutch are supporting us! No worries my Dutch friends! pic.twitter.com/GBJ0RS8DuU
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 11, 2015