Kári fagnar afmæli á Torku Arena

Kári Árnason hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands síðan …
Kári Árnason hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands síðan Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari. mbl.is/Golli

Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fagnar 33 ára afmæli sínu í dag þegar Ísland mætir Tyrklandi á Torku Arena í Konya, í lokaumferð undankeppni EM í knattspyrnu.

Kári hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands í allri undankeppninni, líkt og í undankeppni HM 2014. Hann fór hins vegar meiddur af velli í fyrri hálfleik í leiknum gegn Lettlandi á laugardag. Kári meiddist í baki en hefur tekið þátt í undirbúningnum fyrir leikinn í kvöld og getur spilað, eftir því sem Heimir Hallgrímsson þjálfari fullyrti við fréttamenn í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert