„Ég er virkilega reiður út í dómarann,“ sagði Kári Árnason miðvörður Malmö sem kom svo sannarlega við sögu í 4:0 tapi sænska liðsins gegn Shahktar Donetsk í Meistaradeildinni í gær.
Kári fékk dæmda á sig vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks og fékk gult spjald í kjölfarið. Undir lok leiksins fékk svo Kári sitt annað gula spjald sem þýðir að hann misstir af leik Malmö gegn Paris SG í næstu umferð.
„Þetta var ekki víti. Hann gerði vel þegar hann komst framhjá mér og ég ætla að gera enn betur. Það eina sem ég hugsaði var að ég ætla ekki að fá dæmt á mig víti. Dómarinn beið með að taka ákvörðun en þetta var ekki víti. Hann komst framhjá mér og reyndi svo að ýta mér á bakið en ég sló um leið í hönd hans. Þetta var leikaraskapur,“ sagði Kári við sænska blaðið Expressen.
Um annað gula spjaldið sagði Kári; „Ef þetta er gult spjald þá eru ekki margir miðverðir sem tolla inni á vellinum í 90 mínútur.