Eygló og Hrafnhildur í Evrópuúrvali

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Golli

Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa verið valdar í úrvalslið Evrópu í sundi sem mætir úrvalsliði Bandaríkjanna í Indianapolis í Bandaríkjunum 11. og 12. desember.

Þetta er í sjöunda skipti sem þessi keppni er haldin en hún hófst árið 2003 og var á milli Bandaríkjanna og Ástralíu fyrst í stað. Eftir að keppt hafði verið þrisvar hættu Ástralar við frekari þátttöku og þá var Evrópu  boðið til keppni í staðinn.

Eygló og Hrafnhildur eru fyrstar af íslensku sundfólki til  að fá sæti í Evrópuúrvalinu. Þetta er mikill heiður fyrir þær og jafnframt viðurkenning á frábærri frammistöðu þeirra á heimsmeistaramótinu fyrr á þessu ári þara sem þær komust báðar í úrslit í sínum greinum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert