Sakar Val um ófagmennsku

Patrick Pedersen skoraði alls 17 mörk í sumar.
Patrick Pedersen skoraði alls 17 mörk í sumar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Þeir vilja allt of háa upphæð fyrir hann. Tilboð Viking er meira en raunhæft með tilliti til þess markaðsverðs sem er á leikmönnum úr íslenska fótboltanum. Mér finnst Valsmenn hegða sér með afskaplega ófagmannlegum hætti.“

Þetta sagði Anfinn Gaard, umboðsmaður markakóngs síðustu leiktíðar í Pepsideild karla í knattspyrnu, Patricks Pedersens, í viðtali við Aftenbladet í Noregi.

Eins og fram hefur komið hafnaði Valur í haust tilboði Viking í framherjann danska, sem félagið taldi einfaldlega of lágt. Það mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið undir 20 milljónum íslenskra króna, nema að uppfylltum ýmsum misraunhæfum skilyrðum, auk þess sem greiðsludreifingin náði yfir langan tíma.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert