Ævar Ingi í Stjörnuna

Ævar Ingi Jóhannesson er búinn að kvitta undir hjá Stjörnunni.
Ævar Ingi Jóhannesson er búinn að kvitta undir hjá Stjörnunni. Ljósmynd/Stjarnan

Ævar Ingi Jóhannesson, U21-landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn í raðir Stjörnunnar frá KA og skrifaði í dag undir samning til þriggja ára við Garðabæjarfélagið.

Ævar Ingi var samningsbundinn KA út næstu leiktíð en Stjarnan komst að samkomulagi við KA um kaup á þessum öfluga kantmanni.

Ævar Ingi skoraði 12 mörk í 23 leikjum fyrir KA á síðustu leiktíð og var eftirsóttur af félögum í Pepsi-deildinni. Hann fór einnig til skoðunar hjá Aalesund í Noregi nú í vetur.

Ævar Ingi á að baki 27 leiki með yngri landsliðum Íslands en hann er 20 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert