Leikið á Íslandi á meðan EM fer fram

Gunnleifur Gunnleifsson mun að öllum líkindum missa af leik ÍBV …
Gunnleifur Gunnleifsson mun að öllum líkindum missa af leik ÍBV og Breiðabliks, sem og fleiri leikjum í deildinni í sumar. mbl.is/Eva Björk

Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla á meðan riðlakeppni EM í Frakklandi fer fram í sumar en Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en Ísland hefur keppni 14. júní og þá lýkur riðlakeppninni þann 22. júní hjá íslenska liðinu.

Ljóst er að þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla á meðan riðlakeppnin er í gangi en leikina má sjá hér fyrir neðan.

Margir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á deildinni á meðan öll riðlakeppnin færi fram en ljóst er að það er ekki hægt. KSÍ tókst þó að færa flesta leiki til og fara því einungis þrír leikir fram á meðan riðlakeppnin er í gangi.

Þá fara ekki fram leikir í Pepsi-deild kvenna né 1. deild karla á þessum dagsetningum og því ljóst að þessir þrír leikir eru þeir einu sem fara fram í keppni í meistaraflokki á meðan riðlakeppni EM fer fram.

Leikirnir:

15. júní: ÍBV - Breiðablik (Hásteinsvöllur)
15. júní: Fjölnir - KR (Fjölnisvöllur)
16. júní: Valur - FH (Valsvöllur)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert