8,15% Íslendinga sóttu um miða á EM

Íslendingar ætla svo sannarlega að fjölmenna til Frakklands næsta sumar.
Íslendingar ætla svo sannarlega að fjölmenna til Frakklands næsta sumar. mbl.is/Golli

Samtals sóttu 26.985 Íslendingar um miða á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í sumar, en það nemur 8.15% af íslensku þjóðinni. Þetta kemur fram á vef UEFA. Til samanburðar er þetta álíka og ef 6,6 milljónir Þjóðverja hefðu sótt um miða á keppnina eða 4,4 milljónir frá Englandi. Umsóknarfrestur til að sækja um að fá miða rann út í morgun.

Ísland tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu í sumar og hafa Íslenskir aðdáendur greinilega verið hungraðir í að fylgja liðinu eftir. Ísland fær úthlutað um 34 þúsund miða allt í allt í riðlakeppninni, en það fer meðal annars eftir stærð leikvanganna sem keppt er á.

Fyrsti leikur Íslands í keppninni fer fram á  í Saint-Etienne og tekur leikvangurinn um 42 þúsund áhorfendur. Fá Íslendingar 7 þúsund miða. Næsti leikur er í Marseille og fá Íslendingar 12 þúsund miða á þann leik. Síðasti leikurinn er í París og fá Íslendingar 15 þúsund miða á þann leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert