Aron skoraði í sínum fyrsta leik

Bandaríkin og Ísland mættust í vináttulandsleik í knattspyrnu karla í Carson í Kaliforníu í kvöld. Þetta var þriðji leikur Íslands í þessum mánuði, en liðið vann Finna 1:0 og tapaði 1:2 fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Lokatölur í leiknum urðu 3:2 Bandaríkjunum í vil, en íslenska liðið vann þar með einn leik og tapaði tveimur í leikjum sínum í janúar. 

Kristinn Steindórsson kom Íslandi yfir á 12. mínútu leiksins, en þetta er annað mark Kristins í jafn mörgum leikjum fyrir íslenska landsliðið og bæði hafa þau komið á bandarískri grundu. 

Jozy Altidore jafnaði svo metin átta mínútu síðar og þar við sat í fyrri hálfleik. 

Aron Sigurðarson kórónaði svo góðan leik í sínum fyrsta landsleik og kom Íslandi yfir á nýjan leik með góðu skoti í fjærhornið af vítateigshorninu í upphafi seinni hálfleiks. 

Ísland náði hins vegar ekki að halda forystunni og Michael Orozco jafnaði metin eftir um klukkutíma leik og Steve Birnbaum tryggði Bandaríkjunum svo sigurinn með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. 

Bandaríkin 3:2 Ísland opna loka
90. mín. Steve Birnbaum (Bandaríkin) skorar MARK. Steve Birnbaum skorar með föstum skalla eftir góða fyrirgjöf Michael Bradley.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka