Fimm leikmenn léku sinn fyrsta leik

Michael Bradley, leikmaður Bandaríkjanna, reynir að komast framhjá Birki Má …
Michael Bradley, leikmaður Bandaríkjanna, reynir að komast framhjá Birki Má Sævarssyni, leikmanni íslenska landsliðsins og Aroni Sigurðarsyni einum að nýliðum Íslands í leik liðanna í kvöld. AFP

Ísland laut í lægra haldi gegn Bandaríkjunum með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik í Kaliforníu í kvöld. Fimm leikmenn léku sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í leiknum. 

Það voru þeir Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, Diego Jóhannesson sem leikur með Real Oviedo, Aron Elís Þrándarson, framherji hjá Aalesund, Hjörtur Hermannsson sem er á mála hjá PSV Eindhoven og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður KA, sem samið hefur við Stjörnuna um að leika með liðinu næsta sumar. 

Aron Sigurðarson gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta landsleik og hinir nýliðarnir skiluðu góðu starfi í frumraun sinni með landsliðinu. 

Tveir nýliðanna hafa aldrei spilað leik í efstu deild á ferlinum. Diego hefur leikið með Real Oviedo í B- og C-deild á Spáni og Ævar Ingi hefur til þessa leikið með KA í 1. deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert