Fylkir byrjar vel í Lengjubikarnum

Fylkir vann fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum í dag.
Fylkir vann fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum í dag. mbl.is/Eggert

Fylkir sigraði Breiðablik, 3:1, í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag en leikið var í Fífunni. Ríkjandi Lengjubikarmeistarar hefja þar með mótið í ár með tapi.

Ragnar Bragi Sveinsson kom Árbæingum yfir á 16. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Breiðablik metin. Fylkismenn voru ekki lengi að ná forystunni aftur en Andrés Már Jóhannesson kom þeim í 2:1 á 31. mínútu og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik.

Það var svo José Sito Seoane sem skoraði eina mark síðari hálfleiksins og tryggði Fylki þar með sigur í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum í ár, lokastaðan 3:1 fyrir Fylki.

Liðin leika í 2. riðli A-deildar ásamt Fjarðabyggð, KA, Selfossi og Víkingi Ólafsvík en tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit. Víkingur og Selfoss mætast í leik sem hefst klukkan 15.00 og fer fram í Akraneshöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka