Åge Hareide landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Danir mæta Íslendingum og Skotum í vináttuleikjum síðar í þessum mánuði.
Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og tók þar við Morten Olsen sem ákvað að stíga til hliðar eftir að Dönum tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins.
Fyrsti leikur Dana undir stjórn Hareide verður gegn Íslendingum í Herning þann 24. þessa mánaðar. Í hópnum eru leikmenn eins og markvörðurinn Kasper Schmeichel sem farið hefur á kostum með liði Leicester í ensku úrvalsdeildinni og Christian Eriksen miðjumaðurinn snjalli hjá Tottenham.
Landsliðshópur Dana lítur þannig út:
Markverðir: Kasper Schmeichel, Jonas Lössl og Frederik Rønnow.
Varnarmenn: Andreas Christensen, Daniel Agger, Simon Kjær, Erik Sviatchenko, Daniel Wass, Henrik Dalsgaard, Jannik Vestergaard, Riza Durmisi, Jonas Knudsen og Jores Okore.
Miðjumenn: Christian Eriksen, Lasse Schöne, Pierre-Emile Højbjerg, Thomas Delaney, Michael Krohn-Dehli og William Kvist.
Sóknarmenn: Lasse Vibe, Martin Braithwaite, Nicolai Jørgensen og Yussuf Poulsen.