Glæsimark Höskuldar dugði ekki

Höskuldur Gunnlaugsson t.h. skoraði glæsilegt mark í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson t.h. skoraði glæsilegt mark í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Breiðablik og Vík­ing­ur Ólafs­vík skildu jöfn, 2:2, í 2. riðli A-deild­ar Lengju­bik­ars­ins í knatt­spyrnu karla í Fíf­unni í Kópa­vogi í kvöld. Breiðablik komst þar með upp að hlið Fylk­is í efsta sæti riðils­ins með sjö stig en Vík­ing­ar eru stigi á eft­ir.

Það blés byrlega fyr­ir Breiðablik í fyrri hálfleik. Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son kom liðinu yfir á 17. mín­útu með glæsi­legu marki þegar hann spyrnti knett­in­um með hjól­hesta­spyrnu úr miðjum víta­teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf frá hægri kanti. Atli Sig­ur­jóns­son tvö­faldaði for­skot Breiðabliks fjór­um mín­út­um síðar. Þar við sat í hálfleik. 

Síðari hálfleik­ur var aðeins tveggja mín­útna gam­all þegar Ken­an Turudija hafði minnkað mun­inn fyr­ir Vík­inga úr Ólafs­vík. Sjö mín­út­um síðar jafnaði Hrvoje Tokic met­in. Þar við sat. 

Leikn­ir frá Fá­skrúðsfirði gerði sér lítið fyr­ir og vann úr­vals­deild­arlið Þrótt­ar úr Reykja­vík, 2:1, í 4. riðli A-deild­ar í Eg­ils­höll­inni. Ekk­ert mark var skoraði í fyrri hálfleik. Kristó­fer Páll Viðars­son kom Leikn­ismönn­um yfir á 54. mín­útu. Aðeins átta mín­út­um síðar jafnaði Emil Atla­son met­in fyr­ir Þrótt. Kristó­fer Páll hafði hins­veg­ar ekki sagt sitt síðast orð. Hann skoraði annað mark á 74. mín­útu og það reynd­ist vera sig­ur­markið þegar upp var staðið. 

Þetta var fyrsti sig­ur Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði í Lengju­bik­arn­um á þess­ari leiktið en liðið leik­ur í 1. deild karla í fyrsta sinn á þessu ári. Þrótt­ar­ar reka lest­ina í riðlin­um án stiga eft­ir þrjá leiki. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert