Serbneski knattspyrnumaðurinn Aleksandar Trninic hefur fengið félagaskipti til KA og mun því væntanlega leika með liðinu í 1. deildinni í sumar. Hann kom til Akureyrar til reynslu í síðasta mánuði.
Trninic verður 29 ára síðar í þessum mánuði. Hann er reynslumikill leikmaður sem getur bæði leyst hlutverk miðvarðar og aftasta miðjumanns.
Trninic var síðast á mála hjá Rad í serbnesku úrvalsdeildinni en hefur einnig leikið með liðum eins og Debrecen í Ungverjalandi og Vardar í Makedóníu, þó aðeins um skamma hríð.
KA hefur áður fengið til sín öfluga leikmenn á borð við Almarr Ormarsson frá KR og Hallgrím Mar Steinarsson úr Víkingi R. í vetur. Frágengin félagaskipti hjá KA má sjá hér að neðan en öll félagaskipti í 1. deild karla má sjá með því að SMELLA HÉR.
Félagaskipti KA:
16.3. Aleksandar Trninic frá Rad (Serbíu)
5.3. Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk (Noregi) (lán)
27.2. Fannar Hafsteinsson frá Lyn (Noregi) (úr láni)
22.2. Almarr Ormarsson frá KR
22.2. Hallgrímur Mar Steingrímsson frá Víkingi R.
22.2. Kristján Freyr Óðinsson frá Dalvík/Reyni
16.10. Bjarni Mark Antonsson frá Fjarðabyggð (úr láni)
22.2. Ævar Ingi Jóhannesson í Stjörnuna
18.2. Josip Serdarusic í króatískt félag