Þessir leikmenn koma sterklega til greina - með fleiri nöfn á blaði

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Eggert Jóhannesson

Landsliðshópur íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla sem mætri Dönum og Grikkjum síðar í þessum mánuði var tilkynntur á blaðamannafundi í dag. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck gáfu ákveðnar vísbendingar um hvað mætti lesa í valið að þessu sinni á blaðamannafundinum.

„Við getum orðað það sem svo að þessir 24 leikmenn sem við veljum að þessu sinni koma sterklega til greina í lokahópinn sem valinn verður í maí. Það má hins vegar ekki þannig túlka valið þannig að lokahópurinn myndi líta svona út ef við værum að velja hann í dag,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum.

„Það eru 10-15 leikmenn sem eru ekki í leikmannahópnum að þessu sinni sem að við erum með á blaði hjá okkur og eiga mikla möguleika á að fara með til Frakklands. Það eru til að mynda nokkrir leikmenn sem að við teljum að við þurfum ekki að skoða vegna þess að við vitum hvað þeir geta og hvað þeir hafa fram að færa fyrir liðið,“ sagði Heimir enn fremur.

„Endanlegur leikmannahópur verður valinn 9. maí og fimm til sex leikmann verða beðnir um að verða reiðubúnir til þess að koma inn ef forföll verða. Leikmannahópurinn verður síðan tilkynntur til UEFA í lok maí og eftir það getum við eingöngu gert breytingar á leikmannhópnum ef læknir íslenska landsliðsins og læknir á vegum UEFA eru sammála um að leikmaðurinn sem skipta á út sé meiddur,“ sagði Heimir um það hvernig fyrirkomulaginu verður háttað við val á endanlegum leikmannahópi.   

Allir leikmenn íslenska landsiðsins koma svo saman 31. maí og halda svo til Annecy í Frakklandi 7. júní. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert