Guðmundur Þórarinsson er orðinn leikmaður norska meistaraliðsins Rosenborg en hann skrifaði í morgun undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Guðmundur, sem er 23 ára gamall miðjumaður, kemur til Rosenborg frá danska liðinu Nordsjælland sem hann hefur leikið með undanfarin tvö tímabil en þar áður lék hann með Sarpsborg í Noregi.
„Þetta er góð tilfinning. Rosenborg er félag sem hefur allt og ég kem hingað til að vinna leiki og titla,“ segir Guðmundur á vef Rosenborg en með félaginu leika þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson