Gott að minna á sig með marki

Steven Lennon, leikmaður FH, skorar fyrsta mark Pepsi-deildar karla árið …
Steven Lennon, leikmaður FH, skorar fyrsta mark Pepsi-deildar karla árið 2016. mbl.is / Árni Sæberg

„Það var fullkomið að fá þrjú stig og það var gaman að ég, Atli Viðar [Björnsson] og Atli [Guðnason] náðum allir að skora. Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og það er gott að hefja mótið vel,“ sagði Steven Lennon, leikmaður FH, sem skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar karla árið 2016 í 3:0 sigri liðsins gegn Þrótti Reykjavík í fyrsta leik deildarinnar í sumar. 

„Við vissum ekki alveg við hverju átti að búast frá þeim. Við tölum að þeir myndu liggja aftarlega, en þeir komu okkur á óvart með því að setja okkur undir pressu í upphafi leiksins. Þeir sóttu svo hratt og gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði Lennon um fyrri hálfleikinn. 

Við lékum ágætlega, en við getum klárlega bætt okkur. Við náðum hins vegar að komast yfir og náðum tökum á leiknum eftir það. Við skoruðum þrjú mörk og fengum þrjú stig þannig að við getum ekki kvartað. Það var frábært að ná að skora og sér í lagi af því að ég hafði ekki verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum,“ sagði Lennon um spilamennsku FH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert