Miðvörðurinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki stigin þrjú sem voru í boði í Árbænum í kvöld þegar Blikar hrósuðu 2:1 sigri gegn Fylkismönnum.
Miðvörðurinn skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok og þar með er Kópavogsliðið komið á blað í deildinni en Fylkismenn eru án stiga.
Jafnræði var með liðunum í kvöldblíðunni í Lautinni í kvöld þar sem bæði lið sýndu ágæta takta á skellóttum og frekar ósléttum velli. Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir á 12. Mínútu en Albert Brynjar Ingason jafnaði með stórglæsilegu á 29. Mínútu.
Það stefndi allt í þriðja 1:1 jafntefli liðanna í röð í Árbænum en miðvörðurinn sterki Damir Muminovic sá til þess að svo varð ekki.
Fylkir | 1:2 | Breiðablik | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Uppbótartíminn er þrjár mínútur. Það stefnir í sigur Blikanna. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |