Hjörtur Hermannsson, yngsti leikmaðurinn í EM-hópi karla í knattspyrnu sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag, er að vonum ánægður með að vera á leiðinni til Frakklands með landsliðinu.
Hjörtur, sem er nýorðinn tvítugur, lék fyrstu tvo A-landsleiki sína fyrr á þessu ári. Hann leikur nú með IFK Gautaborg í Svíþjóð sem lánsmaður frá PSV Eindhoven í Hollandi.
Um hádegisbilið í dag fékk Hjörtur skilaboð frá landsliðsþjálfurunum um að hann væri í 23ja manna hópnum og í kvöld spilaði hann allan leikinn með Gautaborg sem vann Djurgården, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni og lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar.
Hjörtur sagði á Twitter og Instagram í kvöld að þessi dagur hefði verið frábær, sennilega besti dagur sinn hingað til. Hann væri afar stoltur af því að vera hluti af hópnum sem er á leið á EM 2016.
So proud to be part of the squad for Euro 2016! What a day this has been!🇮🇸🙏 https://t.co/OFeRJuDqMD
— Hjörtur Hermannsson (@hjorturhermanns) May 9, 2016
<div></div>