Víkingar frá Ólafsvík skrifuðu nýjan kafla í sögu sinni og fótboltans í landinu í kvöld með því að komast í fyrsta skipti á topp efstu deildar karla.
Það gerðu þeir með sannfærandi sigri á Skagamönnum, 3:0, eins og fjallað hefur verið ítarlega um hér á mbl.is í kvöld.
Ekki er víst að Ólafsvíkingar haldi forystusætinu nema í sólarhring en Stjarnan getur náð því af þeim á ný annað kvöld. En þeir fögnuðu að vonum vel og innilega í búningsklefanum eftir leik eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af Twitter-síðu þeirra:
Svokallað 1.sæti #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/tssGP8FX6P
— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) May 16, 2016