Breiðablik vann sinn þriðja leik í sumar þegar liðið lagði KR að velli, 1:0, í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikhlé, með skalla af markteig eftir frábæra fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar af vinstri kantinum.
KR-ingar höfðu stjórnað leiknum betur í fyrri hálfleik, og þeir sóttu meira í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson átti bylmingsskot í stöng og skömmu síðar, eða á 66. mínútu, voru gestirnir hreinlega rændir marki. Indriði Sigurðsson skoraði þá af stuttu færi eftir aukaspyrnu Óskars, en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem virtist kolrangur dómur.
KR reyndi áfram að sækja en gekk illa að skapa sér góð færi. Lokatölur urðu 1:0 og Blikar eru því komnir með 9 stig en KR er áfram með 6 stig, eftir þetta fyrsta tap liðsins í sumar.
Breiðablik | 1:0 | KR | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. KR fær hornspyrnu | ||||
Augnablik — sæki gögn... |