Fram spilar hjá fornum fjendum

Fram mun ekki leika næsta heimaleik sinn á Laugardalsvellinum.
Fram mun ekki leika næsta heimaleik sinn á Laugardalsvellinum. Ófeigur Lýðsson

Fram, sem leikur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu karla, mun leika næsta heimaleik sinn á Valsvellinum. Framkvæmdir standa yfir á heimavelli liðsins í Úlfarsárdal og liðið hefur leikið heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar.

Fram getur hins ekki leikið næsta heimaleik sinn á Laugardalsvellinum og því hafa Framarar leitið á náðir Valsmanna. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttulandsleik við Liechtenstein mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7. júní mætir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu Makedóníu í undankeppni EM 2017.

Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar töldu of mikið álag á vellinum að leika þrjá leiki þar á fjórum dögum og af þeim sökum mun Fram leika við Leikni Fáskrúðsfirði á Valsvellinum laugardaginn 4. júní. 

„Það eru tveir landsleikir með stuttu millibili. Það var ekki hægt að koma því við að hafa leikinn á þessu tímabili. Það var erfitt að færa leikinn til út af bikarkeppni og öðru. Okkur var því nauðugur kostur að færa hann á annan völl," sagði Valtýr Björn Valtýsson, stjórnarmaður hjá Fram, í samtali við Fótbolta.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka