Gaman að tap í Noregi sé óásættanlegt

Ari Freyr Skúlason í landsleik.
Ari Freyr Skúlason í landsleik. Ljósmynd/Foto Olimpik

„Það er kannski erfitt að sjá frá hliðarlín­unni en það vantaði nokkuð mikið upp á eins og leik­menn sögðu sjálf­ir eft­ir leik­inn. Það vantaði að vinna þess­ar 50/​50 bar­átt­ur sem við erum van­ir að vinna,“ sagði Ari Freyr Skúla­son landsliðsmaður við mbl.is fyr­ir æf­ingu á Laug­ar­dals­velli. 

Ari var einn þeirra leik­manna sem fengu frí þegar Ísland tapaði 3:2 fyr­ir norska landsliðinu í Osló. Hann seg­ir að það hafi verið aðal­atriði í þeim leik að koma þeim leik­mönn­um í gang sem lítið höfðu spilað ný­verið.

„Það var gott fyr­ir þá sem hafa ekki spilað síðan í byrj­un maí að fá leikæf­ingu. Ég held að það hafi verið mik­il­væg­ast,“ sagði Ari. Hann sagðist ef­ast um það að óákveðnin sem leik­menn­irn­ir sýndu í leikn­um hafi verið vegna ótta við meiðsli.

„Ég veit ekki hvort maður sé endi­lega að pæla í því, það var kannski sér­stak­lega þannig í fé­lagsliðunum, maður fór aðeins var­leg­ar í lok­in. En það er gam­an að vera þeirri stöðu að segja að það sé óá­sætt­an­legt að tapa fyr­ir Nor­egi 3:2 á úti­velli. Áður fyrr var það geggjað að ná jafn­tefli, en það sýn­ir bara hvernig hug­ar­farið er.“

Ísland mæt­ir Liechten­stein á Laug­ar­dals­velli á mánu­dag­inn, en það er síðasti heima­leik­ur Lars Lag­er­bäcks sem landsliðsþjálf­ara því Heim­ir Hall­gríms­son tek­ur al­farið við þjálf­ara­starf­inu eft­ir EM.

„Þetta er síðasti leik­ur­inn hans Lars hérna á heima­velli þannig að ég vona að það verði frá­bær stemn­ing og að við get­um klárað þetta með sigri og farið með sjálfs­trausti á EM,“ sagði Ari. 

Spurður hvort frammistaðan í Liechten­stein yrði öðru­vísi sagði Ari:

„Við þurf­um bara að stilla okk­ur sam­an og taka þess­ar æf­ing­ar eins og við erum van­ir að gera með Lars. Það er langt síðan við vor­um sam­an síðast, það þarf að stilla þess­ar lín­ur.“

Ísland mæt­ir Portúgal í fyrsta leik sín­um á EM í St. Etienne 14. júní. Ari Freyr seg­ist ekki enn vera kom­inn með fiðring, en það stytt­ist í það.

„Þegar við kom­um til Frakk­lands þá sjá­um við hversu stórt þetta er. Við sett­um okk­ur mark­mið og við náðum því, við trú­um á okk­ur. Eins og flest­ir sáu þá er eitt­hvað í þess­um hóp sem er ekki í öðrum landsliðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert