FH á kunnuglegum slóðum

Atli Guðnason með boltann á Kópavogsvelli í kvöld en Elfar …
Atli Guðnason með boltann á Kópavogsvelli í kvöld en Elfar Freyr Helgason er til varnar. mbl.is/Golli

FH-ingar eru komnir á toppinn eftir sigur á Breiðabliki, 1:0, á Kópavogsvellinum í kvöld. Emil Pálsson skoraði markið strax á 5. mínútu í leik þar sem fátt var um fína drætti. 

Liðin eru bæði í toppbaráttu deildarinnar. FH er nú með 14 stig eins og Víkingar frá Ólafsvík en Blikar eru með 12 stig í fimmta sæti. 

Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun. Lítið um tilþrif og merkilegt nokk þá var lítið um tæklingar og hasar. Þorvaldur, dómari, leyfði svolítið mikið. Full mikið en persónulega fannst mér línan hans góð og hann hélt henni allan leikinn. Það má alveg kítast og berjast og þrátt fyrir að það hafi verið hart barist voru menn sanngjarnir.

Davíð Þór Viðarsson var maður leiksins. Einhvern veginn fannst manni að hann stoppaði allt sem sem Blikar reyndu að búa til. Leikurinn spilaðist upp í hendurnar á honum og hann var góður. Mjög góður. 

Leikurinn var svolítið eins og löng bílferð. Hann bara einhvern veginn leið og maður man lítið eftir honum. Ég ætla allavega ekki að horfa á endursýninguna. Svo mikið er víst.
Það var enginn Oliver í liði Blika og hans var sárt saknað. Miðjuspilið var ekki eins og það hefur verið.  Síðasti þriðjungurinn var heimamönnum erfiður og það varð þeim að falli. Þeir komust ekki í gegnum Davíð og varnarmúr FH. 

Breiðablik 0:1 FH opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma. Um leið og 90 koma á klukkuna brýtur Davíð Þór á sér rétt fyrir utan teig. Hvað gerist?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka