Ísland vann í kvöld stórsigur á slöku liði Makedóníu þegar liðin mættust í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu 2017. Lokatölur urðu 8:0 fyrir Ísland en staðan að loknum fyrri hálfleik var 6:0.
Eins og tölurnar gefa til kynna, var getumunurinn mikill á þessum liðum og reyndar hefur undirritaður sjaldan séð eins slakt knattspyrnulið á Laugardalsvellinum eins og það makedóníska.
Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum frækna gegn Skotum. Markaveislan byrjaði með fallegu marki Fanndísar Friðriksdóttur á 15. mínútu og brast líka stíflan svo um munaði. Á næstu 30 mínútum bættu íslensku leikmennirnir við fimm mörkum og bara spurning um hversu stór sigurinn yrði.
Íslenska liðið hægði töluvert á sér í seinni hálfleik og lét sér nægja að bæta við tveimur mörkum. Niðurstaðan því 8:0 stórsigur, sem var síst of stór miðað við gang leiksins. Ísland fékk því sín þrjú „skyldustig“ og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar í seinustu tveimur leikjum riðilsins, til að gulltryggja farseðilinn til Hollands næsta sumar.
Fanndís Friðriksdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor, Elín Metta Jensen, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eitt hver og eitt markanna var sjálfsmark.
Ísland | 8:0 | Makedónía | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið Vippa sem er varin. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |