Blikar áfram eftir framlengingu

Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson berjast um boltann í …
Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson berjast um boltann í leik liðanna síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik sló ÍA út úr bikarkeppninni með 2:1 sigri eftir framlengingu þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á Skipaskaga í kvöld þar sem hinn 16 ára Ágúst Hlynsson skoraði sigurmarkið.

Skagamenn voru ekki búnir að koma sér fyrir í vörninni þegar Jonathan Glenn kom Breiðablik í 1:0 eftir góða sendingu Andra Yeoman. Skagamenn tóku sig á en sluppu fyrir horn þegar hörkuskot Atla Sigurjónssonar small í slánni. Um miðjan fyrri hálfleik höfðu Skagamenn jafnað sig og áttu sínar sóknir en vantaði herslumuninn.

Sóknarleikur Skagamanna var ekki að skila miklu eftir hlé og þurfti ekta fast leikatriði til að skora – aukaspyrna frá miðju inní teig Blika þar sem Ármann Smári Björnsson skallaði boltann í mark Breiðablik til að jafna í 1:1.

Liðið gáfu allt í leikinn og virtust hafa ágætt þrek í framlengingunni en mark skildi liðin að.

Mesti munurinn á liðunum lá helst í því að Blikar hafa Oliver Sigurjónsson, sem á einhvern veginn afslappaðan hátt stýrði spili Breiðabliks.

ÍA 1:2 Breiðablik opna loka
120. mín. Leik lokið Framlengingu lokið. Blikar í 8-liða úrslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka