Hef aldrei séð okkur svona lélega

Blikar voru ekki góðir í kvöld.
Blikar voru ekki góðir í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Arn­ar Grét­ars­son, þjálf­ari Breiðabliks var nán­ast í sjokki eft­ir tap liðins gegn Jelga­va frá Lett­landi. Loka­töl­ur á Kópa­vogs­velli urðu 3:2, gest­un­um í vil og Blikar þurfa nú að skora a.m.k. tvö mörk í seinni leikn­um í Lett­landi, til að kom­ast í aðra um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

„Þetta var hrein hörm­ung. Ég hef aldrei séð okk­ur svona lé­lega, þannig að þetta kom mjög flatt upp á mig þessi spila­mennska. Það voru frá­bær­ar aðstæður, Evr­ópu­leik­ur og ég hefði haldið að það væri til­hlökk­un,“ sagði Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

„Jújú, við vor­um meira með bolt­ann en það tel­ur ekk­ert þegar menn eru ekki ná­lægt mönn­un­um og skelfi­leg­ir í föst­um leik­atriðum. Við erum tap­andi bolt­an­um og í raun gef­um við þeim öll þessi mörk. Í Evr­ópu­keppni er þetta bara of dýrt.“

Oliver Sigurjónsson gaf Breiðablik líflínu með marki í uppbótartíma.
Oli­ver Sig­ur­jóns­son gaf Breiðablik líflínu með marki í upp­bót­ar­tíma. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

„Ef ég gef eitt­hvað smá kred­it á liðið, þá fannst mér við koma inn í seinni hálfleik sem smá Breiðablik og réðum í raun­inni ferðinni. Það gekk að vísu erfiðlega að fá þetta annað mark en við feng­um þó líflínu und­ir lok­in þegar Oli­ver skoraði.“

Blaðamaður varp­ar fram þeirri skoðun sinni að lett­neska liðið sé ekki það sterkt að ein­vígið sé búið, þó að seinni leik­ur­inn fari fram í Lett­landi.

„Ég er sam­mála því en þá þurf­um við líka að mæta frá fyrstu mín­útu til þeirr­ar síðustu. Ég held að menn geri það í seinni leikn­um,“ sagði Arn­ar að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka